Hverfi á milli steins og sleggju.

Íbúi í Bryggjuhverfinu í Reykjavík (Björgun) hafði samband við mig og kvartaði yfir afskiptaleysi Reykjavíkurborgar og lítilli þjónustu til þeirra frá borginni. Ég verð að taka undir með íbúum hverfisins að umhverfið og aðkoma að hverfinu er ömurleg.

Ef litið er í suðvestur er þar illa gróin brekka sem blasir við íbúum með gámum og ýmislegu drasli sem tilheyra iðnaðarhverfinu þar fyrir ofan. Ef litið er í átt að miðbænum blasir þar við athafnarsvæði Björgunar sem ekki er mikið augnaryndi að horfa á.

Undarlegt dæmi um hversu utanveltu þetta hverfi er, að þá þurfa íbúar hverfisins að kjósa í kosningum í Grafarvogi en fá póstinn sinn í gegnum Árbæjarhverfið (110)

Ég er sammála þeirri gagnrýni íbúanna í hverfinu, þetta er ekki umhverfi sem hægt er að sætta sig við. Nú hafa verið stofnuð Íbúasamtök Bryggjuhverfisins sem að þeirra sögn fá lítil svör frá Reykjavíkurborg um aukna þjónustu við hverfið.

Ég er tilbúinn til að hitta íbúasamtökin hvenær sem er og að fara yfir þessi mál. Jafnframt vil ég benda íbúum hverfisins á að nú er gott aðgengi að frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins sem eru nú í prófkjörsbaráttu og þar býð ég mig fram í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Sæll Kristján þakka þér fyrir að vekja athygli á vandræðum okkar í Bryggjuhverfinu.

Fyrir utan vandræðin með Björgun þá stingur mikið í augun að þurfa að horfa upp á sementsturninn og draslið þar í kring, Vökuportið og aðstöðu framkvæmdasviðs borgarinnar. Fleira væri hægt að tína til en í staðinn bendi ég á skoða myndir frá hverfinu.

Ísleifur Gíslason, 12.1.2010 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband