Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

DÖKKU SKÝIN HRANNAST UPP.

Fram kemur á Pressuni að Íslendingar séu verulega svartsýnir á horfum í efnahags og atvinnumálun nú um áramótin samkvæmt Vætingavísitölu Gallup. Vísitalan mælist nú 34. stig og hefur lækkað um 10 stig frá því í nóvember s.l.

Þannig að það er ekki bjart framundan í atvinnumálum okkar Íslendinga og þetta bætist ofan á allar breytingarnar í skattamálum okkar sem framundan eru.

Þrátt fyrir þetta vil ég óska öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar og að allir eigi ánæjulegar stundir um þessi áramót.

 


Hvað þýðir sýnileiki í huga Steingríms J.

Það er að koma í ljós að ríkistjórnin er að leyna almenningi ýmsum upplýsingum. Er það þess vegna sem Steingrímur vill keyra þetta Icesave mál í gegnum þingið með hraði. Hvers vegna má ekki skoða málið betur ef það eru að koma nýjar upplýsingar sem hugsanlega hafa þýðingu í málinu?
mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýársgjöf ríkisstjórnarinnar er að hneppa þjóðina í fjötra fátæktar.

Þá er stjórnarmeirihlutinn búinn að taka frumvarpið um Icesave út úr fjárlaganefnd, þrátt fyrir kröftug mótmæli stjórnarandstöðunar.
mbl.is Icesave tekið út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband