Forvarnir fyrir börnin okkar gegn vaxandi vímuefnavanda
21.1.2010 | 11:23
Síðastliðin 12 ár hef ég unnið ötullega að forvarnarstarfi í gengum Velferðarráð Reykjavíkur en kannski sérstaklega með störfum mínum hjá Vímulausri æsku og Foreldrahúsi. Þar hef ég sem stjórnarmaður átt þátt í að byggja upp öflugt starf, þar sem unnið er að velferð barna og unglinga, bæði þeirra sem ánetjast hafa vímuefnum eða eiga í ýmsum félagslegum vandamálum.
Vegna þess þjóðfélagsástands sem við búum við í dag þá eru því miður auknar líkur á að sá hópur sem þarf á þessari þjónustu að halda muni stækka og fleiri heimili verði verr í stakk búin til að takast á við þennan vanda. Því mun ég berjast áfram fyrir því, þrátt fyrir að við verðum að spara á ýmsum sviðum, þá sé þetta málaflokkur sem ekki þoli niðurskurð.
Kæri Reykvíkingur mig langar að biðja um stuðning þinn í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna næstkomandi laugardag og minni á að reynsla er verðmæt og reynslan kemur ekki síst með starfsaldri og lífaldri og ég hef hvoru tveggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.