Atvinnumál í öndvegi

Kæri Reykvíkingur mig langar að biðja um stuðning þinn í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna næstkomandi laugardag og minni á að reynsla er verðmæt og reynslan kemur ekki síst með starfsaldri og lífaldri og ég hef hvoru tveggja.

Síðastliðin ár hef ég setið í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur þar sem ég ásamt öðrum nefndarmönnum hef verið að vinna að því að setja af stað  verkefni sem eru atvinnuskapandi og hefur áhersla ráðsins síðustu mánuði verið á verkefni sem komi til með að sporna við atvinnuleysi. Í störfum mínum sem formaður ferlinefndar fatlaðra hef ég lagt áherslu á að bæta aðgengi fatlaðra í Reykjavík og er það ánægjulegt að segja frá að fyrir 6 árum var framkvæmdafé nefndarinnar 25 milljónir en er í dag 50 milljónir. Nefndin er nú að vinna að framkvæmdaáætlun og að  forgangsröðun verkefna í aðgengismálum í skólum, leikskólum og öðrum byggingum borgarinnar.


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband