Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ekki til umræðu !
23.2.2010 | 11:24
Ísland fallist á forsendurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forvarnir fyrir börnin okkar gegn vaxandi vímuefnavanda
21.1.2010 | 11:23
Síðastliðin 12 ár hef ég unnið ötullega að forvarnarstarfi í gengum Velferðarráð Reykjavíkur en kannski sérstaklega með störfum mínum hjá Vímulausri æsku og Foreldrahúsi. Þar hef ég sem stjórnarmaður átt þátt í að byggja upp öflugt starf, þar sem unnið er að velferð barna og unglinga, bæði þeirra sem ánetjast hafa vímuefnum eða eiga í ýmsum félagslegum vandamálum.
Vegna þess þjóðfélagsástands sem við búum við í dag þá eru því miður auknar líkur á að sá hópur sem þarf á þessari þjónustu að halda muni stækka og fleiri heimili verði verr í stakk búin til að takast á við þennan vanda. Því mun ég berjast áfram fyrir því, þrátt fyrir að við verðum að spara á ýmsum sviðum, þá sé þetta málaflokkur sem ekki þoli niðurskurð.
Kæri Reykvíkingur mig langar að biðja um stuðning þinn í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna næstkomandi laugardag og minni á að reynsla er verðmæt og reynslan kemur ekki síst með starfsaldri og lífaldri og ég hef hvoru tveggja.
Hlúum betur að öldruðum!
19.1.2010 | 08:16
Kæri Reykvíkingur mig langar að biðja um stuðning þinn í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna næstkomandi laugardag og minni á að reynsla er verðmæt og reynslan kemur ekki síst með starfsaldri og lífaldri og ég hef hvoru tveggja.
Þau ár sem að ég hef unnið fyrir borgarbúa sem varaborgarfulltrúi og í gegnum nefndarstörf mín, hef ég ávalt lagt ríka áherslu á þjónustu við aldraða, það verður að standa vörð um velferð þeirra. Kjör þessa hóps hefur versnað til muna síðustu mánuði og einnig hefur verið skorið niður í þjónustu og þeim úrræðum sem standa þessum hópi til boða. Ég mun leggja mikla áherslu á að vinna að því að fjölga úrræðum sem Reykjavíkurborg býður þessum hópi og leita leiða til þess að þjónusta við þennan hóp minnki ekki.
Hlúa þarf betur að aðgengi fatlaðra.
18.1.2010 | 09:48
Kæri Reykvíkingur mig langar að biðja um stuðning þinn í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna næstkomandi laugardag og minni á að reynsla er verðmæt og reynslan kemur ekki síst með starfsaldri og lífaldri og ég hef hvoru tveggja.
Í störfum mínum sem formaður ferlinenfndar fatlaðra hef ég lagt áherslu á að bæta aðgengi fatlaðra í Reykjavík og er það ánægjulegt að segja frá að fyrir 6 árum var framkvæmdafé nefndarinnar 25 milljónir en er í dag 50 milljónir. Nefndin er nú að vinna að framkvæmdaáætlun og að forgangsröðun verkefna í aðgengismálum í skólum, leikskólum og öðrum byggingum borgarinnar.
Atvinnumál í öndvegi
17.1.2010 | 20:19
Kæri Reykvíkingur mig langar að biðja um stuðning þinn í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna næstkomandi laugardag og minni á að reynsla er verðmæt og reynslan kemur ekki síst með starfsaldri og lífaldri og ég hef hvoru tveggja.
Síðastliðin ár hef ég setið í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur þar sem ég ásamt öðrum nefndarmönnum hef verið að vinna að því að setja af stað verkefni sem eru atvinnuskapandi og hefur áhersla ráðsins síðustu mánuði verið á verkefni sem komi til með að sporna við atvinnuleysi. Í störfum mínum sem formaður ferlinefndar fatlaðra hef ég lagt áherslu á að bæta aðgengi fatlaðra í Reykjavík og er það ánægjulegt að segja frá að fyrir 6 árum var framkvæmdafé nefndarinnar 25 milljónir en er í dag 50 milljónir. Nefndin er nú að vinna að framkvæmdaáætlun og að forgangsröðun verkefna í aðgengismálum í skólum, leikskólum og öðrum byggingum borgarinnar.
Hverfi á milli steins og sleggju.
12.1.2010 | 09:13
Íbúi í Bryggjuhverfinu í Reykjavík (Björgun) hafði samband við mig og kvartaði yfir afskiptaleysi Reykjavíkurborgar og lítilli þjónustu til þeirra frá borginni. Ég verð að taka undir með íbúum hverfisins að umhverfið og aðkoma að hverfinu er ömurleg.
Ef litið er í suðvestur er þar illa gróin brekka sem blasir við íbúum með gámum og ýmislegu drasli sem tilheyra iðnaðarhverfinu þar fyrir ofan. Ef litið er í átt að miðbænum blasir þar við athafnarsvæði Björgunar sem ekki er mikið augnaryndi að horfa á.
Undarlegt dæmi um hversu utanveltu þetta hverfi er, að þá þurfa íbúar hverfisins að kjósa í kosningum í Grafarvogi en fá póstinn sinn í gegnum Árbæjarhverfið (110)
Ég er sammála þeirri gagnrýni íbúanna í hverfinu, þetta er ekki umhverfi sem hægt er að sætta sig við. Nú hafa verið stofnuð Íbúasamtök Bryggjuhverfisins sem að þeirra sögn fá lítil svör frá Reykjavíkurborg um aukna þjónustu við hverfið.
Ég er tilbúinn til að hitta íbúasamtökin hvenær sem er og að fara yfir þessi mál. Jafnframt vil ég benda íbúum hverfisins á að nú er gott aðgengi að frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins sem eru nú í prófkjörsbaráttu og þar býð ég mig fram í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Verndum börnin okkar !
10.1.2010 | 21:57
Eitt af þeim málum sem ég hef unnið að á undanförnum árum eru forvarnarmál vegna barna og unglinga bæði þeirra sem ánetjast hafa vímuefnum eða eiga í ýmsum félagslegum vandamálum.
Að þessum málum hef ég unnið í gegnum Borgarstjórn og Velferðaráð og síðan en ekki síst með aðkomu minn og áhuga á starfi Vímulausar æsku og Foreldrahúss þar eru haldin ýmis námskeið bæði fyrir foreldra og börn. En þar tel ég að mjög mikilvægt starf sé unnið.
Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur heimasíðu Vímulausrar æsku.
Það verður að fá þriðja aðila í málið.
8.1.2010 | 20:13
Ég hvet alla til að horfa á viðtal sem var í Kastljósinu nú fyrr í kvöld, þar sem Jóhanna ræðir við Þórólf Þórlindsson prófessor. Þar segir hann að nú verði formenn allra stjórmálaflokka að loka sig inni í herbergi og koma sér saman um að fá til liðs við sig utanaðkomandi aðila og finna sameiginlega lausn á Icesave málinu.
Ég er sammála Þórólfi að lengra komast stjórnmálamennirnir ekki án utanaðkomandi aðila til að ná sátt í málinu.
DÖKKU SKÝIN HRANNAST UPP.
29.12.2009 | 15:02
Fram kemur á Pressuni að Íslendingar séu verulega svartsýnir á horfum í efnahags og atvinnumálun nú um áramótin samkvæmt Vætingavísitölu Gallup. Vísitalan mælist nú 34. stig og hefur lækkað um 10 stig frá því í nóvember s.l.
Þannig að það er ekki bjart framundan í atvinnumálum okkar Íslendinga og þetta bætist ofan á allar breytingarnar í skattamálum okkar sem framundan eru.
Þrátt fyrir þetta vil ég óska öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar og að allir eigi ánæjulegar stundir um þessi áramót.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað þýðir sýnileiki í huga Steingríms J.
24.12.2009 | 15:16
De Reya svarar Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |